Author Archives: kffi

Aðalfundur 2022

Aðalfundur Keppnisforritunarfélags Íslands verður haldinn 28. maí næstkomandi, kl. 13:00 – 14:00 í stofu V102 í Háskólanum í Reykjavík og í gegnum Google Meet. Aðeins þeir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöld seinasta árs hafa atkvæðisrétt (ef þú ert ekki viss um hvort þú hafir greitt eða ekki þá geturðu sent okkur póst), en við minnum á að hver sem er getur gengið í félagið.

Leitast er eftir nýrri stjórn; 1 formaður, 2 meðstjórnendur og 3 varamenn. Félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru beðnir um að senda póst á núverandi stjórn þar sem fram kemur nafn á frambjóðanda og þær stöður sem boðið er fram í. Einnig biðjum við um að tillögur að lagabreytingum og aðrar ábendingar berist á sama netfang. Frambjóðendur og tillögur að lagabreytingum verða settar hér á vefsíðu félagsins eftir því sem þær berast.

Dagskrá

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla stjórnar flutt.
 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
 4. Lagabreytingar.
 5. Kosning stjórnarmanna.
 6. Kosning skoðunarmanns reikninga.
 7. Ákvörðun félagsgjalds.
 8. Kosning liðsstjóra og varaliðsstjóra Ólympíuliðs Íslands í forritun.
 9. Önnur mál, ef tími leyfir:
  1. Starfsemi félagsins næsta ár.

Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2021

Í ár fór keppnin fram á netinu í annað sinn. Enn og aftur var metþátttaka og keppnin æsispennandi! Keppendur nýttu sér tæknina, settu upp fjarfundi með liðsfélögum, og spjölluðu í gegnum netið.

Efni

Aðalfundur 2021

Aðalfundur Keppnisforritunarfélags Íslands verður haldinn 25. apríl næstkomandi, kl. 12:00 – 13:00 í gegnum Google Meet. Aðeins þeir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöld seinasta árs hafa atkvæðisrétt (ef þú ert ekki viss um hvort þú hafir greitt eða ekki þá geturðu sent okkur póst), en við minnum á að hver sem er getur gengið í félagið.

Leitast er eftir nýrri stjórn; 1 formaður, 2 meðstjórnendur og 3 varamenn. Félagsmenn sem hafa  áhuga á að bjóða sig fram eru beðnir um að senda póst á núverandi stjórn þar sem fram kemur nafn á frambjóðanda og þær stöður sem boðið er fram í. Einnig biðjum við um að tillögur að lagabreytingum og aðrar ábendingar berist á sama netfang. Frambjóðendur og tillögur að lagabreytingum verða settar hér á vefsíðu félagsins eftir því sem þær berast.

Dagskrá

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla stjórnar flutt.
 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
 4. Lagabreytingar.
 5. Kosning stjórnarmanna.
 6. Kosning skoðunarmanns reikninga.
 7. Ákvörðun félagsgjalds.
 8. Kosning liðsstjóra og varaliðsstjóra Ólympíuliðs Íslands í forritun.
 9. Önnur mál, ef tími leyfir:
  1. NWERC 2020 og NWERC 2021.
  2. Starfsemi félagsins næsta ár.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Arnar Bjarni Arnarson, formaður
Bernhard Linn Hilmarsson, meðstjórnandi
Bjarki Ágúst Guðmundsson, meðstjórnandi

Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2020

Í ár fór keppnin fram á netinu vegna samkomubanns. Þátttaka var engu að síðu mjög góð, og keppnin æsispennandi! Keppendur nýttu sér tæknina, settu upp fjarfundi með liðsfélögum, og spjölluðu í gegnum netið. Það myndaðist rosalega skemmtileg stemning þrátt fyrir þetta óhefðbundna fyrirkomulag.

Efni

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Keppnisforritunarfélags Íslands verður haldinn 29. desember næstkomandi, kl. 16:00 – 18:00 í Hallakri 2C, Garðabæ (2. hæð, vinstri). Aðeins þeir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöld seinasta árs hafa atkvæðisrétt (ef þú ert ekki viss um hvort þú hafir greitt eða ekki þá geturðu sent okkur póst), en við minnum á að hver sem er getur gengið í félagið.

Leitast er eftir nýrri stjórn; 1 formaður, 2 meðstjórnendur og 3 varamenn. Félagsmenn sem hafa  áhuga á að bjóða sig fram eru beðnir um að senda póst á núverandi stjórn þar sem fram kemur nafn á frambjóðanda og þær stöður sem boðið er fram í. Einnig biðjum við um að tillögur að lagabreytingum og aðrar ábendingar berist á sama netfang. Frambjóðendur og tillögur að lagabreytingum verða settar hér á vefsíðu félagsins eftir því sem þær berast.

Dagskrá

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla stjórnar flutt.
 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
 4. Lagabreytingar.
 5. Kosning stjórnarmanna.
 6. Kosning skoðunarmanns reikninga.
 7. Ákvörðun félagsgjalds.
 8. Kosning liðsstjóra og varaliðsstjóra Ólympíuliðs Íslands í forritun.
 9. Önnur mál, ef tími leyfir:
  1. Þátttaka Íslands á Ólympíuleikunum í forritun síðastliðið sumar.
  2. Starfsemi félagsins næsta ár.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Bjarki Ágúst Guðmundsson, formaður
Arnar Bjarni Arnarson, meðstjórnandi
Bernhard Linn Hilmarsson, meðstjórnandi

Háskólakeppnin í forritun 2019

Háskólakeppnin í forritun 2019 verður haldin í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 5. október kl. 9:00 – 14:00, í stofu M201. Boðið verður upp á pizzur í hádeginu. Hvert lið samanstendur af allt að þremur einstaklingum, en leiðbeiningar um skráningu er að finna hér. Skráning lokar 2. október kl. 23:59. Keppnin er skipulögð í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, og er haldin samhliða Norðurlandakeppninni í forritun.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á forritun, stærðfræði og/eða verkefnalausnum að taka þátt. Keppnin er hugsuð fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna, og er aðal málið að hafa gaman af. Einnig má hafa í huga að því fleiri sem taka þátt í þessari keppni, því fleiri sæti fær Norðvestur-Evrópa í Heimskeppninni í forritun, sem stóreykur líkur Íslands á að komast alla leið!

Hverjir mega taka þátt?

Keppnin er sérstaklega ætluð háskólanemum, sér í lagi nemendum úr Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands, en nemendur úr framhaldsskólum eru líka velkomnir. Þeir sem falla ekki undir þessa hópa, en langar að taka þátt, er boðið að hafa samband.

Hvernig fer keppnin fram?

Hvert lið má aðeins nota eina tölvu á meðan keppninni stendur, og þarf liðið að koma með sína eigin tölvu. Liðið fær svo um 10 verkefni, og hefur 5 klukkustundir til að leysa eins mörg af þeim og það getur. Lið leysir verkefni með því að útfæra forrit sem framkvæmir það sem beðið er um í verkefnalýsingu, og skilar kóðanum á yfirferðarþjóninn Kattis. Upplýsingar um hvaða forritunarmál Kattis styður, og leiðbeiningar um hvernig á að skila kóða inn á Kattis, má finna hér.

Hvernig verkefni eru þetta?

Verkefnin eru miserfið, af mismunandi toga, og reyna meðal annars á kunnáttu á forritun, reikniritum og stærðfræði, og beitingu á rökhugsun. Hægt er að skoða dæmi frá gömlum keppnum hér.

Hvernig get ég æft mig?

Laugardaginn 28. september verður haldin undirbúningskeppni á Kattis.

Hægt er að finna ógrynni af verkefnum til að æfa sig á á Open Kattis, en þar má einmitt finna dæmi úr Norðurlandakeppninni í forritun aftur til ársins 2005.

Forritunarkeppni Háskóla Íslands 2019

Forritunarkeppni Háskóla Íslands 2019 var haldin 23. september í HÍ. Keppnin er liðakeppni, en að þessu sinni tóku 9 lið þátt – samtals 24 keppendur. Liðið Er fössari? bar sigur úr býtum með 3 dæmi leyst. Í öðru sæti var liðið Synir Sáms, og í þriðja sæti var liðið Bakstrætis bræðurnir, en þau leystu einnig 3 dæmi hvort, en með hærri tímarefsingu.

Efni

Vorkeppni HR í forritun 2019

Þann 19. maí var Vorkeppni HR í forritun haldin í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin er einstaklingskeppni, en að þessu sinni tóku 14 keppendur þátt. Bernhard Linn Hilmarsson bar sigur úr býtum með öll 8 dæmin leyst. Í öðru sæti var Bjarni Dagur Thor Kárason með 5 dæmi, og rétt á eftir komu þeir Ásþór Björnsson og Sigurður Helgason með 4 dæmi hvor.

Keppnin var æsispennandi

Efni

 • Dæmalýsingar (PDF, Kattis)
 • Lausnarglærur (PDF)
 • Lýsingar, lausnir og prófunartilvik (zip)
 • Heildarniðurstöður (Kattis, HTML)

Stelpur og tækni

Keppnisforritunarfélag Íslands tók þátt í Stelpur og tækni, árlegur atburður í Háskólanum í Reykjavík þar sem hátt í þúsund stelpur úr 9. bekkjum grunnskóla koma og læra um mismunandi tæknigreinar.

Félagið fjallaði um hvernig er hægt að nota forritun og tölvur til að leysa þrautir af mismunandi toga. Hægt er að finna þrautirnar, lausnir og fleiri tengla hér: Að leysa þrautir með forritun.