Aðalfundur 2017
Aðalfundur Keppnisforritunarfélags Íslands verður haldinn 1. nóvember næstkomandi, kl. 17:00 í stofu M109 í Háskólanum í Reykjavík. Fundurinn er einungis opinn félagsmönnum, en við minnum á að hver sem er getur gengið í félagið.
Leitast er eftir nýrri stjórn; 1 formaður, 2 meðstjórnendur og 3 varamenn. Félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru beðnir um að senda póst á núverandi stjórn þar sem fram kemur nafn á frambjóðanda og þær stöður sem boðið er fram í. Einnig biðjum við um að tillögur að lagabreytingum og aðrar ábendingar berist á sama netfang. Frambjóðendur og tillögur að lagabreytingum verða settar hér á vefsíðu félagsins eftir því sem þær berast.
Framboð
Formaður (1 staða)
- Unnar Freyr Erlendsson
Meðstjórnendur (2 stöður)
- Arnar Bjarni Arnarson
- Bjarki Ágúst Guðmundsson
Varamenn (3 stöður)
- Hannes Kr. Hannesson
Tillögur að lagabreytingum
- Taka upp skammstöfunina KFFÍ.1. greinFélagið heitir Keppnisforritunarfélag Íslands (KFFÍ).
- Ef félaginu er slitið þá renna eignir þess til ICE-TCS.11. greinÁkvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til
Íslenska stærðfræðafélagsinsICE-TCS, Icelandic Centre of Excellence in Theoretical Computer Science. - Félagar sem borga ekki félagsgjöld eru skráðir úr félaginu.9. greinÁkvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega. Í lok hvers starfstímabils eru félagar sem ekki hafa borgað félagsgjald þess starfstímabils skráðir úr félaginu.
Dagskrá
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar flutt.
- Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
- Lagabreytingar.
- Kosning stjórnarmanna.
- Kosning skoðunarmanns reikninga.
- Ákvörðun félagsgjalds.
- Kosning liðsstjóra og varaliðsstjóra Ólympíuliðs Íslands í forritun.
- Önnur mál, ef tími leyfir:
- Þátttaka Íslands á Ólympíuleikunum í forritun síðastliðið sumar.
- Starfsemi félagsins næsta ár.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Bjarki Ágúst Guðmundsson, formaður
Arnar Bjarni Arnarson, meðstjórnandi
Unnar Freyr Erlendsson, meðstjórnandi