Skip to content
Logo
Keppnisforritunarfélag Íslands
Félag keppnisforritara á Íslandi
GitHubDiscordFacebook

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Keppnisforritunarfélags Íslands verður haldinn 1. nóvember næstkomandi, kl. 17:00 í stofu M109 í Háskólanum í Reykjavík. Fundurinn er einungis opinn félagsmönnum, en við minnum á að hver sem er getur gengið í félagið.

Leitast er eftir nýrri stjórn; 1 formaður, 2 meðstjórnendur og 3 varamenn. Félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru beðnir um að senda póst á núverandi stjórn þar sem fram kemur nafn á frambjóðanda og þær stöður sem boðið er fram í. Einnig biðjum við um að tillögur að lagabreytingum og aðrar ábendingar berist á sama netfang. Frambjóðendur og tillögur að lagabreytingum verða settar hér á vefsíðu félagsins eftir því sem þær berast.

Framboð

Formaður (1 staða)
  • Unnar Freyr Erlendsson
Meðstjórnendur (2 stöður)
  • Arnar Bjarni Arnarson
  • Bjarki Ágúst Guðmundsson
Varamenn (3 stöður)
  • Hannes Kr. Hannesson

Tillögur að lagabreytingum

  1. Taka upp skammstöfunina KFFÍ.1. greinFélagið heitir Keppnisforritunarfélag Íslands (KFFÍ).
  2. Ef félaginu er slitið þá renna eignir þess til ICE-TCS.11. greinÁkvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Íslenska stærðfræðafélagsins ICE-TCS, Icelandic Centre of Excellence in Theoretical Computer Science.
  3. Félagar sem borga ekki félagsgjöld eru skráðir úr félaginu.9. greinÁkvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega. Í lok hvers starfstímabils eru félagar sem ekki hafa borgað félagsgjald þess starfstímabils skráðir úr félaginu.

Dagskrá

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar flutt.
  3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosning stjórnarmanna.
  6. Kosning skoðunarmanns reikninga.
  7. Ákvörðun félagsgjalds.
  8. Kosning liðsstjóra og varaliðsstjóra Ólympíuliðs Íslands í forritun.
  9. Önnur mál, ef tími leyfir:
    1. Þátttaka Íslands á Ólympíuleikunum í forritun síðastliðið sumar.
    2. Starfsemi félagsins næsta ár.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Bjarki Ágúst Guðmundsson, formaður
Arnar Bjarni Arnarson, meðstjórnandi
Unnar Freyr Erlendsson, meðstjórnandi