Skip to content
Logo
Keppnisforritunarfélag Íslands
Félag keppnisforritara á Íslandi
GitHubDiscordFacebook

Norðurlandaólympíuleikarnir 2023

Norðurlandaólympíuleikarnir, Keppnir

Í ár átti Ísland heiðurinn á að skipuleggja Norðurlandaólympíuleikana í Forritun. NOI (Nordic Olympiad in Informatics) 2023 var haldin 22. mars 2023 kl 14:00 - 19:00. Keppnin var haldin í gegnum Kattis kerfið. Þátttakendur í keppninni voru 66 framhaldsskólanemar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Íslenskir keppendur voru 16 talsins og mættu þeir í Háskólann í Reykjavík þar sem þeir fengu kvöldmat í boði félagsins eftir keppnina.

  • 1.-8. sæti (8 manns) fengu gull medallíu.
  • 9.-17 sæti (9 manns) fengu silfur medallíu.
  • 18.-33. sæti (16 manns) fengu brons medallíu.

Verðlaunahafar Íslands eru:

  • Benedikt Vilji Magnússon, sem lenti í 5. sæti og fékk gull medallíu!
  • Kirill Zolotuskiy, sem lenti í 25. sæti og fékk brons medallíu!

Niðurstöður Keppnisgögn Lausnir