Skip to content
Logo
Keppnisforritunarfélag Íslands
Félag keppnisforritara á Íslandi
GitHubDiscordFacebook

Eystrasaltsólympíuleikarnir 2023

Eystrasaltsólympíuleikarnir, Keppnir

BOI (Baltic Olympiad in Informatics) 2023 var haldið 28. apríl til 2. maí 2023 í Lyngby, Danmörku.

Framhaldsskólanemarnir sem kepptu fyrir hönd Íslands voru:

  • Benedikt Vilji Magnússon, MR
  • Kirill Zolotuskiy, MR
  • Kristinn Hrafn Daníelsson, Tækniskólinn
  • Kristófer Helgi Antonsson, Tækniskólinn
  • Róbert Kristian Freysson, MR
  • Þórhallur Tryggvason, Tækniskólinn

Arnar Bjarni Arnarson, liðsstjóri, og Samúel Arnar Hafsteinsson, aðstoðarliðsstjóri, fylgdu nemendunum á keppnina.

Benedikt Vilji fékk 311 stig og fékk því silfur medallíu. Kirill fékk heiðurs ummæli, sem þýðir að hann hefði lent í medallíu sæti ef einungis væri miðað við fyrri dag keppninnar.

Eftir keppnina fengu keppendur að fara í Tívóli og bátsferð um síki Kaupmannahafnar.

boi2023is
Frá vinstri: Kristófer Helgi, Kristinn Hrafn, Þórhallur, Benedikt Vilji, Róbert Kristian, Kirill

Heimasíða BOI 2023