Skip to content
Logo
Keppnisforritunarfélag Íslands
Félag keppnisforritara á Íslandi
GitHubDiscordFacebook

Evrópusku Ólympíuleikar Stelpna 2023

Evrópsku Ólympíuleikar Stelpna, Keppnir

Keppnin EGOI (European Girls' Olympiad in Informatics) 2023 var haldin 15. - 21. júlí 2023 í Lund, Svíþjóð.

Í ár tók Ísland þátt í keppninni í fyrsta sinn. Keppnisforritunarfélag Íslands hafði samband við framhaldsskólanna á Íslandi í leit að áhugasömum stelpum í byrjun maí.

Framhaldsskólanemarnir sem kepptu fyrir hönd Íslands voru:

  • Eva Natalía Elvarsdóttir, MA
  • Eva Sóllilja Einarsdóttir, FB
  • Frigg Einarsdóttir, MH
  • Sólbjört Tinna Cornette, MA

Arnar Bjarni Arnarson, liðsstjóri, og Samúel Arnar Hafsteinsson, aðstoðarliðsstjóri, fylgdu nemendunum á keppnina.

Eva Sóllilja náði flestum stigum af íslensku keppendunum, 106 stig samtals.

Milli keppnisdaga fóru keppendur í dýragarðinn Skåne Djurpark og þaðan á ströndina Lomma þar sem grillveisla var haldin. Stelpurnar eignuðust vini frá öðrum löndum og tóku einnig þátt í alls konar skemmtunum eins og borðspilum, karaoke, þrautum og partí eftir lokaathöfnina.

egoi2023is
Frá vinstri: Frigg, Samúel Arnar, Arnar Bjarni, Eva Natalía, Sólbjört Tinna, Eva Sóllilja

Hlekkir:

  • Heimasíða EGOI 2023
  • Stigatafla
  • Verkefni