Skip to content
Logo
Keppnisforritunarfélag Íslands
Félag keppnisforritara á Íslandi
GitHubDiscordFacebook

Alþjóðlegu Ólympíuleikarnir 2023

Alþjóðlegu Ólympíuleikarnir, Keppnir

Keppnin IOI (International Olympiad in Informatics) 2023 var haldin 28. ágúst - 04. september 2023 í Szeged, Ungverjalandi.

Í ár tók Ísland þátt með fullu fjögurra manna liði í fyrsta sinn. Keppnisforritunarfélag Íslands hélt æfingar hverja helgi með keppendunum, en voru þær þó opnar öllum áhugasömum nemendum

Framhaldsskólanemarnir sem kepptu fyrir hönd Íslands voru:

  • Benedikt Vilji Magnússon, MR
  • Kirill Zolotuskiy, MR
  • Kristinn Hrafn Daníelsson, Tækniskólinn
  • Róbert Kristian Freysson, MR

Arnar Bjarni Arnarson, liðsstjóri, og Samúel Arnar Hafsteinsson, aðstoðarliðsstjóri, fylgdu nemendunum á keppnina.

Benedikt Vilji náði flestum stigum af íslensku keppendunum, 141 stig samtals, og fékk hann heiðurs ummæli, en var aðeins undir mörkunum fyrir brons medalíu.

Keppendum var boðið í dýragarð og að skoða bæinn Ópusztaszer þar sem mátti kynnast sögu Ungverjalands og sjá hæfileikaríka hestreiðamenn sem sýndu hvernig vopn voru notuð á hestbaki fyrr á tíð. Einnig fóru keppendur í skemmtigarð þar sem alls konar afþreyingar voru í boði eins og klifur, laser tag, trampólín og fleira!

ioi2023is
Frá vinstri: Arnar Bjarni, Benedikt Vilji, Kristinn Hrafn, Kirill, Róbert Kristian, Samúel Arnar

Hlekkir:

  • Heimasíða IOI 2023
  • Stigatafla
  • Verkefni