Forritunarkeppni Háskólanna á Íslandi 2023
— Forritunarkeppni Háskólanna á Íslandi, Keppnir
Atburðurinn
Forritunarkeppni Háskólanna á Íslandi var haldin í fyrsta sinn þann 9. september árið 2023. Hún var haldin í Háskólanum í Reykjavík í stofu M201. Þar gátu nemendur myndað allt að þriggja manna lið og reynt við forritunarverkefnin.
Samtals 24 lið skráðu sig í keppnina.
- Nemendur úr Háskólanum í Reykjavík mynduðu 11 lið.
- Nemendur úr Háskóla Íslands mynduðu 8 lið.
- Nemendur úr framhaldsskólum mynduðu 3 lið.
Í keppninni reyndu liðin við 10 verkefni sem voru miserfið. Hvert verkefni sem lið leysti veitti þeim eitt stig og eina blöðru, en blöðrur eru gömul hefð í háskólakeppnum í forritun.
Í þriðja sæti var liðið Slöngurnar frá Háskóla Íslands. Meðlimir liðsins voru Kristján Sölvi Örnólfsson, Hallgrímur Haraldsson og Viktor Már Guðmundsson. Þeir fengu 7,500 krónu gjafabréf í ELKO í verðlaun.
Í öðru sæti var liðið frá Háskóla Íslands. Meðlimir liðsins voru Benedikt Vilji Magnússon, Einar Andri Víðisson og Matthías Andri Hrafnkelsson Þeir fengu 7,500 krónu gjafabréf í ELKO í verðlaun.
Í fyrsta sæti var liðið Hakk og Spaghetti frá Háskólanum í Reykjavík. Meðlimir liðsins voru Dagur Benjamínsson, Elvar Árni Bjarnason og Samúel Arnar Hafsteinsson. Þeir fengu 15,000 krónu gjafabréf í ELKO í verðlaun.
Næst á dagskrá er Norðurlandakeppnin NCPC sem verður haldin í Háskóla Íslands þann 7. október. Nánari upplýsingar um hana má finna hér.
Hlekkir
Viðurkenningar
Arnar Bjarni Arnarson s á um skipulag keppninnar.
Dómnefnd keppninnar skipuðu:
- Arnar Bjarni Arnarson
- Atli Fannar Franklín
Höfundar verkefnanna voru:
- Arnar Bjarni Arnarson
- Atli Fannar Franklín
- Magni Steinn Þorbjörnsson
- Unnar Freyr Erlendsson
Sérstakar þakkir:
- Félag Tölvunarfræðinga, fyrir að veita verðlaunin
- Háskólinn í Reykjavík, fyrir að veita húsnæði og fjármagn
- Kattis, fyrir að hýsa keppnina í kerfinu sínu
- Bernhard Linn Hilmarson, fyrir að prófa verkefnin og aðstoða á meðan keppnin stóð yfir
- Bjarki Ágúst Guðmundsson, fyrir að aðstoða á meðan keppnin stóð yfir
- David Rasmussen Lolck, fyrir að prófa verkefnin
- Gunnlaugur Arnarson, fyrir aðstoð við undirbúning blaðranna og veitinganna
- Henning Úlfarsson, fyrir að vera tengiliður okkar í Háskólanum í Reykjavík
- Ólafur Jónsson, fyrir að vera tengiliður okkar í Háskólanum á Akureyri
- Steinn Guðmundsson, fyrir að vera tengiliður okkar í Háskóla Íslands
- Unnar Freyr Erlendsson, fyrir að prófa verkefnin, sjá um Instagram og aðstoða á meðan keppnin stóð yfir
- Örn Gunnlaugsson, fyrir aðstoð við undirbúning blaðranna og veitinganna