Skip to content
Logo
Keppnisforritunarfélag Íslands
Félag keppnisforritara á Íslandi
GitHubDiscordFacebook

Evrópusku Ólympíuleikar Stelpna 2024

Evrópsku Ólympíuleikar Stelpna, Keppnir

Keppnin EGOI (European Girls' Olympiad in Informatics) 2023 var haldin 21. - 27. júlí 2024 í Veldhoven, Hollandi.

Í ár tók Ísland þátt í keppninni í annað sinn. Keppnisforritunarfélag Íslands hafði samband við framhaldsskólanna á Íslandi í leit að áhugasömum stelpum í byrjun maí. Einnig bauð félagið stelpunum sem tóku þátt í Forritunarkeppni Framhaldsskóla.

Framhaldsskólanemarnir sem kepptu fyrir hönd Íslands voru:

  • Eva Sóllilja Einarsdóttir, FB
  • Moira Alicia Harté, MA

Arnar Bjarni Arnarson, liðsstjóri, ásamt Evu Natalíu Elvarsdóttir, aðstoðarliðsstjóri og keppanda síðasta árs, fylgdi nemendunum á keppnina.

Eva Sóllilja náði 150 stigum og Moira náði 74 stigum af 600 samtals.

Milli keppnisdaga fóru keppendur og liðsstjórar til Nuenen og skoðuðu Vincent van Gogh safnið. Stelpurnar eignuðust vini frá öðrum löndum og tóku einnig þátt í alls konar skemmtunum eins og borðspilum, söng, þrautum og partí.

egoi2024
Frá vinstri: Eva Natalía, Eva Sóllilja, Moira, Arnar Bjarni

banking
Eva Sóllilja að vinna með hóp sínum í fjármálaþraut sem var gefin

janestreet
Eva Sóllilja og Moira að skoða básinn hjá styrktaraðilanum Jane Street

eva badges
Komist var að því að það væru sex mættar á atburðinn að nafni Eva/Iva

eva
Allar Evur og Ivur saman

Hlekkir:

  • Heimasíða EGOI 2024
  • Stigatafla
  • Verkefni