Skip to content
Logo
Keppnisforritunarfélag Íslands
Félag keppnisforritara á Íslandi
GitHubDiscordFacebook

Alþjóðlegu Ólympíuleikarnir 2024

Alþjóðlegu Ólympíuleikarnir, Keppnir

Keppnin IOI (International Olympiad in Informatics) 2024 var haldin 01. september - 08. september 2024 í Alexandríu, Egyptalandi.

Í ár tóku þrír íslenskur framhaldsskólanemar þátt í keppninni. Keppnisforritunarfélag Íslands hélt æfingar hverja helgi með keppendunum, en voru þær þó opnar öllum áhugasömum nemendum.

Áður en farið var til Egyptalands, heimsóttu keppendur okkar Vín í Austurríki þar sem þeir tóku þátt í æfingabúðum með liðinu frá Austurríki. Við erum mjög þakklát fyrir boðið frá Austurríska ólympíuliðinu um að æfa með þeim.

Framhaldsskólanemarnir sem kepptu fyrir hönd Íslands voru:

  • Eva Sóllilja Einarsdóttir, FB
  • Kristinn Hrafn Daníelsson, Tækniskólinn
  • Þórhallur Tryggvason, Tækniskólinn

Arnar Bjarni Arnarson, liðsstjóri, og Samúel Arnar Hafsteinsson, aðstoðarliðsstjóri, fylgdu nemendunum á keppnina.

Kristinn Hrafn náði flestum stigum af íslensku keppendunum, 115.50 stig samtals. Eva fékk 93.31 og Þórhallur fékk 76.35.

Keppendum var boðið á nýja bókasafnið í Alexandríu, á ströndina í Montazah flóa og lokaathöfnin og kvöldverðurinn var haldinn við pýramídana og meyljónið í Giza. Einnig var mikið af skemmtunum að finna á svæði Arab Academy of Science, Technology and Maritime Transport þar sem keppendur og leiðtogar gistu.

ViennaStation
Frá vinstri: Arnar Bjarni, Eva Sóllilja, Kristinn Hrafn, Þórhallur, Samúel Arnar

Bootcamp
Íslenska og Austurríska liðið saman í Vín

Lundi
Stuðningsdýrið okkar með Evu og Kristni í bakgrunni

Eva
Eva Sóllilja að forrita

Kristinn
Kristinn Hrafn að forrita

Thorhallur
Þórhallur að forrita

Pyramid
Mætt til Giza

TouristMoment
Klassískt

Dinner
Ágætt útsýni við matarborðið

PyramidDark
Farið að rökkva

Hlekkir:

  • Heimasíða IOI 2024
  • Stigatafla
  • Verkefni