Alþjóðlegu Ólympíuleikarnir 2024
— Alþjóðlegu Ólympíuleikarnir, Keppnir
Keppnin IOI (International Olympiad in Informatics) 2024 var haldin 01. september - 08. september 2024 í Alexandríu, Egyptalandi.
Í ár tóku þrír íslenskur framhaldsskólanemar þátt í keppninni. Keppnisforritunarfélag Íslands hélt æfingar hverja helgi með keppendunum, en voru þær þó opnar öllum áhugasömum nemendum.
Áður en farið var til Egyptalands, heimsóttu keppendur okkar Vín í Austurríki þar sem þeir tóku þátt í æfingabúðum með liðinu frá Austurríki. Við erum mjög þakklát fyrir boðið frá Austurríska ólympíuliðinu um að æfa með þeim.
Framhaldsskólanemarnir sem kepptu fyrir hönd Íslands voru:
- Eva Sóllilja Einarsdóttir, FB
- Kristinn Hrafn Daníelsson, Tækniskólinn
- Þórhallur Tryggvason, Tækniskólinn
Arnar Bjarni Arnarson, liðsstjóri, og Samúel Arnar Hafsteinsson, aðstoðarliðsstjóri, fylgdu nemendunum á keppnina.
Kristinn Hrafn náði flestum stigum af íslensku keppendunum, 115.50 stig samtals. Eva fékk 93.31 og Þórhallur fékk 76.35.
Keppendum var boðið á nýja bókasafnið í Alexandríu, á ströndina í Montazah flóa og lokaathöfnin og kvöldverðurinn var haldinn við pýramídana og meyljónið í Giza. Einnig var mikið af skemmtunum að finna á svæði Arab Academy of Science, Technology and Maritime Transport þar sem keppendur og leiðtogar gistu.
Hlekkir: