Skip to content
Logo
Keppnisforritunarfélag Íslands
Félag keppnisforritara á Íslandi
GitHubDiscordFacebook

Forritunarkeppni Háskólanna á Íslandi 2025 - Skráning

Forritunarkeppni Háskólanna á Íslandi, Keppnir

Íslenska

Í byrjun októbers geta háskólar Íslands sent lið á forritunarkeppnina North Western Europe Regional Contest (NWERC) sem er forkeppni fyrir heimskeppnina International Collegiate Programming Contest (ICPC). NWERC mun vera haldin í Karlsruhe í Þýskalandi 28. til 30. nóvember.

Þann 13. september klukkan 10:00 til 15:00 mun Forritunarkeppni Háskólanna á Íslandi (FKHÍ) vera haldin. Taka má þátt í allt að þriggja manna liðum og leysa um það bil 12 misþung forritunarverkefni. Verkefnin krefjast samvinnu, rökhugsunar og forritunargetu til að leysa. Niðurstöður úr þessari keppni ákvarða hvaða lið fá að taka þátt í NWERC fyrir hönd Íslands, ásamt niðurstöðum úr Norrænu forritunarkeppni háskólanna. ICPC þáttakendur, og keppendur í hliðstæðum keppnum, eru vinsælir umsækjendur hjá stórum tæknifyrirtækjum. Keppnirnar eru líka mjög góð leið til að undirbúa sig fyrir tæknileg viðtöl. Mælt er með að hafa einhverja forritunarþekkingu til að taka þátt, til dæmis tvo áfanga á menntaskólastigi eða einn áfanga á háskólastigi.

Þetta ár bjóðum við einnig fyrirtækjum að taka þátt í fyrirtækjadeild FKHÍ. Fyrirtækjalið eru ekki gjaldgeng í NCPC og NWERC í framhaldinu hins vegar.

Matur og drykkur verður í boði fyrir keppendur. Eftir að keppni lýkur förum við yfir lausnir á dæmum og afhendum verðlaun.

Frekari upplýsingar eru í skráningarforminu. Skráning: Google Forms

Skráning er opin út 7. september eða 2025-09-07 23:59:59UTC+00. Seinar skráningar og breytingar á skráningu skal senda á keppnisforritun (at) gmail.com

English

At the beginning of October, University of Akureyri, University of Iceland, and Reykjavik University, each plan to select a team to send to the North Western Europe Regional Contest (NWERC) for the Internatonal Collegiate Programming Contest (ICPC). NWERC will take place in Karlsruhe, Germany, on the 28th-30th of November.

On the 13th of September, at 10:00 - 15:00, the Icelandic Collegiate Programming Contest (abbreviated FKHÍ in Icelandic) will take place. You can compete in teams of up to three people to solve approximately 12 programming tasks of varying difficulty, requiring cooperation, logical reasoning and programming skills. This contest is the first round for Icelandic university students wishing to compete in the ICPC. The participants of past ICPC contests, and other similar contests, are popular candidates at top tech companies. The contests are also a great way to prepare for technical coding interviews. It is advisable for each contestant to have some programming experience, for example two courses at a high school level or one course at a university level.

This year we also invite companies to participate in a company division of the contest. Company teams are not eligible for advancement to the Nordic Collegiate Programming Contest or NWERC.

Food and drinks will be provided for contestants. After the contest ends, we will review the solution to each problem and hand out the awards.

See the registration form for further information. Registration: Google Forms

Registration is open until the end of the 7th of September or 2025-09-07 23:59:59UTC+00 Late registrations and changes should be mailed to: keppnisforritun (at) gmail.com