Skip to content
Logo
Keppnisforritunarfélag Íslands
Félag keppnisforritara á Íslandi
GitHubDiscordFacebook

Að leysa þrautir með forritun

Með því að forrita tölvur er hægt að láta þær leysa fyrir okkur flóknar þrautir, á broti af tímanum sem það tekur okkur. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um svona þrautir, ásamt forritum sem leysa þær. Þessi forrit eru skrifuð í forritunarmálinu Python, og þarf að setja upp forritunarmálið í tölvunni svo að tölvan geti keyrt forritin.

Forritunarmálið Python

Forritunarmálið Python er í grunninn mjög einfalt, og hentar því vel sem fyrsta forritunarmál. Á sama tíma getur það verið mjög kröftugt, og er mikið notað í bæði atvinnu og akademíu.

Hægt er að ná í Python með því að fylgja leiðbeiningunum hér. Lausnirnar fyrir neðan notast við útgáfu 3 af Python.

Orðalisti

Sumar af lausnunum styðjast við lista af íslenskum orðum. Þennan lista er hægt að nálgast hér (hægri smella og velja “Save link as…”). Orðalistinn heitir ordalisti.full.sorted.txt og þarf að vera staðsettur á sama stað og lausnirnar svo þær geti lesið hann.

Tenglar

Við mælum með að skoða eftirfarandi tengla til að læra meira um forritun og forritunarkeppnir:


Þraut 1 – Orðafjöldi

Við viljum komast að því hvað eru mörg orð í orðalistanum okkar. Skrifið forrit sem les orðalistann línu fyrir línu, hækkar teljara í hvert skipti, og skrifar að lokum út gildi teljarans, sem semsvarar þá hversu margar línur og orð voru lesin.

ordalisti = 'ordalisti.full.sorted.txt'
fjoldi_orda = 0
with open(ordalisti, 'r') as skra:
for lina in skra.read().splitlines():
fjoldi_orda = fjoldi_orda + 1
print(fjoldi_orda)

Þraut 2 – Samhverfur

Samhverfa er orð sem er alveg eins, hvort sem það er lesið áfram eða afturábak. Til dæmis eru “amma” og “rassar” orð sem eru samhverfur. Skrifið forrit sem finnur öll orð í orðalistanum okkar sem eru samhverfur.

(Til gamans: listi af samhverfum á Baggalútur)

def ord_ofugt(ord):
return ord[::-1]
def samhverfa(ord):
return ord == ord_ofugt(ord)
ordalisti = 'ordalisti.full.sorted.txt'
with open(ordalisti, 'r') as skra:
for lina in skra.read().splitlines():
if samhverfa(lina):
print(lina)

Þraut 3 – Hengimaður

Við erum að spila hengimann. Orðið sem við erum að giska á lítur núna út svona:

_ k _ á v _ r _ _

Skrifið forrit sem notar orðalistann okkar til að finna hvaða orð koma til greina.

def passar(mynstur, ord):
if len(mynstur) != len(ord):
return False
for i in range(len(mynstur)):
if mynstur[i] != '_':
if mynstur[i] != ord[i]:
return False
return True
ordalisti = 'ordalisti.full.sorted.txt'
mynstur = '_k_áv_r__'
with open(ordalisti, 'r') as skra:
for lina in skra.read().splitlines():
if passar(mynstur, lina):
print(lina)

Þraut 4 – Stafarugl

Við erum að leita að orði. Það er búið að rugla röðinni á stöfunum í orðinu, og núna lítur það svona út:

gaulrind

Skrifið forrit sem notar orðalistann okkar til að finna hvaða orð koma til greina.

def passar(rugl, ord):
return sorted(rugl) == sorted(ord)
ordalisti = 'ordalisti.full.sorted.txt'
rugl = 'gaulrind'
with open(ordalisti, 'r') as skra:
for lina in skra.read().splitlines():
if passar(rugl, lina):
print(lina)

Þraut 5 – Skrafl

Við erum að spila Skrafl. Við höfum eftirfarandi stafi í borðinu hjá okkur:

t v o r f a l u n ö

Skrifið forrit sem notar orðalistann okkar til að finna hvað er lengsta orðið sem við getum myndað með þessum stöfum.

from collections import Counter
def passar(stafir, ord):
stafir_fjoldi = Counter(stafir)
ord_fjoldi = Counter(ord)
for (stafur, fjoldi) in ord_fjoldi.items():
if fjoldi > stafir_fjoldi[stafur]:
return False
return True
ordalisti = 'ordalisti.full.sorted.txt'
rugl = 'tvorfalunö'
with open(ordalisti, 'r') as skra:
for lina in skra.read().splitlines():
if passar(rugl, lina):
print(lina)

Þraut 6 – Orðaleit

Við erum að spila Orðaleit. Leikborðið lítur svona út:

mnvhríeljunarnrr
uófensvavtklætéi
npaiglsnöeðgrttt
uarmaagöllðstksk
jlaanarbnuianiak
kahkaflsbgrýhnky
ibiosænrpfevaniþ
eaúmnudnroýlnaru
lmánfraæðttmspip
gpnarnðluentrkfy
naarairðtnglakie
ölrnnguaerdtsrrt
slbglnfngsaóaurs
aaaaaaounnrmamýk
rrverrukibatilff
frðiðostöjksnáaa

Leikurinn snýst um að finna orð í leikborðinu, hvort sem þau eru lárétt, lóðrétt eða á ská, afturábak eða áfram. Skrifið forrit sem notar orðalistann okkar til að finna lengsta orðið sem má finna á leikborðinu.

ordalisti = 'ordalisti.full.sorted.txt'
ordabok = set()
with open(ordalisti, 'r') as skra:
for lina in skra.read().splitlines():
ordabok.add(lina)
bord = '''
mnvhríeljunarnrr
uófensvavtklætéi
npaiglsnöeðgrttt
uarmaagöllðstksk
jlaanarbnuianiak
kahkaflsbgrýhnky
ibiosænrpfevaniþ
eaúmnudnroýlnaru
lmánfraæðttmspip
gpnarnðluentrkfy
naarairðtnglakie
ölrnnguaerdtsrrt
slbglnfngsaóaurs
aaaaaaounnrmamýk
rrverrukibatilff
frðiðostöjksnáaa
'''
bord = bord.strip().splitlines()
N = len(bord)
M = len(bord[0])
for x in range(N):
for y in range(M):
for dx in range(-1,2):
for dy in range(-1,2):
if dx == 0 and dy == 0:
continue
cx = x
cy = y
ord = ''
while 0 <= cx < N and 0 <= cy < M:
ord += bord[cx][cy]
if ord in ordabok and len(ord) > 5:
print(ord, x, y, dx, dy)
cx += dx
cy += dy