Keppnisforritunarfélag Íslands
Keppnisforritunarfélag Íslands var stofnað þann 25. mars 2017 með það markmið að rækta samfélag keppnisforritara á Íslandi. Félagið stendur að reglulegum fræðslufundum og forritunarkeppnum sem meðlimir geta tekið þátt í. Þar að auki sér félagið um þátttöku Íslands í Ólympíuleikunum í forritun, ásamt tilheyrandi undirbúningi og þjálfun, sem byrjar með Forritunarkeppni grunnskólanna í samstarfi við Tækniskólann, og svo Forritunarkeppni framhaldsskólanna í samstarfi við Háskólann í Reykjavík.