Skip to content
Logo
Keppnisforritunarfélag Íslands
Félag keppnisforritara á Íslandi
GitHubDiscordFacebook

Aðalfundur 2022

Aðalfundur Keppnisforritunarfélags Íslands verður haldinn 28. maí næstkomandi, kl. 13:00 – 14:00 í stofu V102 í Háskólanum í Reykjavík og í gegnum Google Meet. Aðeins þeir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöld seinasta árs hafa atkvæðisrétt (ef þú ert ekki viss um hvort þú hafir greitt eða ekki þá geturðu sent okkur póst), en við minnum á að hver sem er getur gengið í félagið.

Leitast er eftir nýrri stjórn; 1 formaður, 2 meðstjórnendur og 3 varamenn. Félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru beðnir um að senda póst á núverandi stjórn þar sem fram kemur nafn á frambjóðanda og þær stöður sem boðið er fram í. Einnig biðjum við um að tillögur að lagabreytingum og aðrar ábendingar berist á sama netfang. Frambjóðendur og tillögur að lagabreytingum verða settar hér á vefsíðu félagsins eftir því sem þær berast.

Dagskrá

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar flutt.
  3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosning stjórnarmanna.
  6. Kosning skoðunarmanns reikninga.
  7. Ákvörðun félagsgjalds.
  8. Kosning liðsstjóra og varaliðsstjóra Ólympíuliðs Íslands í forritun.
  9. Önnur mál, ef tími leyfir:
    1. Starfsemi félagsins næsta ár.