Aðalfundur 2023
Við viljum tilkynna að aðalfundur Keppnisforritunarfélags Íslands verður haldinn 20. apríl kl. 18:00 – 19:30 í Múlalind 6, Kópavogi. Aðeins þeir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöld seinasta árs hafa atkvæðisrétt. Við verðum með pizzu líka fyrir þau sem vilja.
Leitast er eftir nýrri stjórn; 1 formaður, 2 meðstjórnendur og 3 varamenn. Félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru beðnir um að senda póst á núverandi stjórn þar sem fram kemur nafn á frambjóðanda og þær stöður sem boðið er fram í. Einnig biðjum við um að tillögur að lagabreytingum og aðrar ábendingar berist á sama netfang. Frambjóðendur og tillögur að lagabreytingum verða settar hér á vefsíðu félagsins eftir því sem þær berast.
Dagskrá
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar flutt.
- Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
- Lagabreytingar.
- Kosning stjórnarmanna.
- Kosning skoðunarmanns reikninga.
- Ákvörðun félagsgjalds.
- Kosning liðsstjóra og varaliðsstjóra Ólympíuliðs Íslands í forritun.
- Önnur mál, ef tími leyfir:
- Starfsemi félagsins næsta ár.