Skip to content
Logo
Keppnisforritunarfélag Íslands
Félag keppnisforritara á Íslandi
GitHubDiscordFacebook

Aðalfundur 2024 - 2025

Við viljum tilkynna að aðalfundur Keppnisforritunarfélags Íslands verður haldinn 26. september 2024 kl. 17:00 – 20:00 í Múlalind 6, Kópavogi. Aðeins þeir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöld seinasta árs hafa atkvæðisrétt. Eftir fundinn býður félagið öllum félagsmönnum upp á kvöldmat.

Leitast er eftir nýrri stjórn; 1 formaður, 2 meðstjórnendur og 3 varamenn. Félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru beðnir um að senda póst á núverandi stjórn þar sem fram kemur nafn á frambjóðanda og þær stöður sem boðið er fram í. Einnig biðjum við um að tillögur að lagabreytingum og aðrar ábendingar berist á sama netfang. Frambjóðendur, tillögur að lagabreytingum og aðrar tillögur verða settar hér á vefsíðu félagsins eftir því sem þær berast.

Dagskrá

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar flutt.
  3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosning stjórnarmanna.
  6. Kosning skoðunarmanns reikninga.
  7. Ákvörðun félagsgjalds.
  8. Kosning liðsstjóra og varaliðsstjóra Ólympíuliðs Íslands í forritun.
  9. Önnur mál:
    1. Starfsemi félagsins næsta ár.
    2. Aðrar tillögur.

Frambjóðendur

Formaður

  • Arnar Bjarni Arnarson

Meðstjórnendur

  • Arnar Bjarni Arnarson
  • Einar Darri Sveinbjörnsson
  • Samúel Arnar Hafsteinsson
  • Unnar Freyr Erlendsson

Varamenn

  • Arnar Bjarni Arnarson
  • Einar Darri Sveinbjörnsson
  • Samúel Arnar Hafsteinsson
  • Unnar Freyr Erlendsson

Skoðunarmaður reikninga

Engin framboð hafa borist enn.

Liðsstjóri

Engin framboð hafa borist enn.

Varaliðsstjóri

Engin framboð hafa borist enn.

Háskólakeppnissstjóri

Engin framboð hafa borist enn.

Tillögur að lagabreytingum

Tillaga 1

Breyta 7. grein í:

Stjórn félagsins skal skipuð formanni og 2 meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Einnig er heimilt að kjósa allt að 3 varamenn. Fyrst er kosið formann, því næst meðstjórnendur og að lokum varamenn. Einungis er hægt að gegna einni af þessum stöðum. Stjórnarmeðlimir mega ekki vera gjaldgengir keppendur í International Olympiad in Informatics. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda** eigi síðar en á mánaðar fresti**. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

Breytingunni fylgir nákvæmara og strangara orðalag fyrir fundi stjórnar og formlegri skýring á ferli kosninga. Rökin eru sú að þetta tryggir virkari og tímanlegri stjórn og eykur samvinnu með því að hafa ágætlega reglulega fundi til að sjá um komandi mál í náinni framtíð.

Tillaga 2

Breyta 6. grein í

Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. október ár hvert og skal boða til hans með að minnst einnar viku fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Notast er við forgangsröðunaraðferðina (Single Transferable Vote) til að ráða úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar flutt.
  3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
  4. Lagabreytingar ef við á.
  5. Kosning stjórnarmanna.
  6. Kosning skoðunarmanns reikninga.
  7. Ákvörðun félagsgjalds.
  8. Kosning liðsstjóra og varaliðsstjóra Ólympíuliðs Íslands í forritun.
  9. Kosning háskólakeppnisstjóra.
  10. Önnur mál.

Breytingunni fylgir skipting á kosningakerfi og einnig lagfæring á dagskrá aðalfundar eftir lagabreytingu frá því í fyrra um háskólakeppnisstjóra. Rökin eru sú að þetta flýtir fyrir kosningum með því að fækka umferðum, er ágætlega einföld aðferð að skilja og einnig er markmið aðferðarinnar að lágmarka sóun atkvæða. Annar valkostur er Schulze aðferðin. Rök fyrir hinni breytingunni eru sú að það gleymdist að uppfæra dagskránna í fyrra þegar 13. grein var bætt við.